Fara beint í efnið

Þarf ég leyfi til að halda viðburð eða skemmtun?

Sækja þarf um leyfi til að halda skemmtun eða viðburð þar sem þörf er á eftirliti eða löggæslu. Miðað er við að sækja þurfi um leyfið ef seldur er aðgangur að samkomunni. Leyfið getur verið án áfengisveitinga eða með.

Leyfið er veitt fyrir til dæmis:

  • skóladansleiki

  • tónleikahald

  • almenna dansleiki

  • útihátíðir

Ekki þarf að sækja um leyfi fyrir einkasamkvæmi. Með einkasamkvæmi er átt við lokaðar samkomur fyrir afmarkaðan hóp fólks þar sem eftir atvikum er veitt áfengi án endurgjalds og án þess að það sé í kynningar- eða söluskyni.    

Hér má finna nánari upplýsingar um tækifærisleyfi. 



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?