Sýslumenn: Leyfi
Ég ætla að brenna sinu, þarf ég leyfi?
Já, eigendur og ábúendur jarða á lögbýlum þar sem stundaður er landbúnaður geta sótt um leyfi til að brenna sinu á tímabilinu 1. apríl til 1. maí ár hvert.
Annars eru sinubrennur bannaðar.
Hægt er að sækja um leyfið frá 1. mars og er umsóknin afgreidd ekki seinna en 10 dögum eftir að hún berst.
Ekki má brenna sinu þar sem almenningur gæti verið í hættu eða tjón getur orðið á:
náttúruminjum
fuglalífi
mosa
lyng- eða trjágróðri
skógi
mannvirkjum
Hér má finna nánari upplýsingar um leyfi til að brenna sinu.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?