Sýslumenn: Leyfi
Hvaða áhrif hefur skráning heimagistingar á fasteignagjöld?
Skráning húsnæðis í heimagistingu hefur ekki áhrif á fasteignagjöld séu öll skilyrði laga
heimagistingar uppfyllt. Fari tekjur yfir 2.000.000 kr eða útleiga yfir 90 daga á almanaksárinu telst útleigan til atvinnurekstrar og er hún virðisaukaskattskyld. Þegar húsnæði telst til atvinnurekstar getur það haft áhrif á fasteignagjöld viðkomandi eignar.
Nánari upplýsingar má finna hér: 5. mgr. 13. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald
Hér má finna nánari upplýsingar um heimagistingu.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?