Fara beint í efnið

Hver er munurinn á rekstrarleyfi veitingastaða í flokki II og flokki III?

Í flokk II falla umfangslitlir áfengisveitingastaðir þar sem starfsemin er ekki til þess fallin að valda ónæði í nágrenninu svo sem með háværri tónlist og staðir sem kalla ekki á mikið eftirlit og/eða löggæslu.

Í flokk III falla umfangsmiklir áfengisveitingastaðir, svo sem þar sem leikin er hávær tónlist og staðir sem kalla á meira eftirlit og/eða löggæslu.

Hér má finna nánari upplýsingar um flokkun veitingastaða.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?