Sýslumenn: Leyfi
Get ég skráð heimagistingu í fjölbýlishúsi án samþykkis annarra eigenda?
Samþykki annarra eigenda í fjölbýlishúsi er ekki áskilið fyrir skráningu heimagistingar.
Samkvæmt fjöleignahúslögum þarf hins vegar að afla samþykkis frá öðrum eigendum þegar um er að ræða meiri háttar breytingu á hagnýtingu séreignar. Sé uppi ágreiningur um það hvort umfang skráðrar heimagistingar í fjölbýli nái því marki að teljast meiri háttar breyting á hagnýtingu séreignar, geta aðilar leitað með ágreininginn til kærunefndar húsamála.
Nánar um leigu í fjöleignahúsum 80. gr. laga um fjöleignarhús
Hér má finna nánari upplýsingar um heimagistingu.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?