Sýslumenn: Leyfi
Hvaða fylgigögn þurfa að fylgja umsókn um brennuleyfi?
Áður en sótt er um leyfi fyrir brennu þarf að útvega eftirfarandi gögn:
Starfsleyfi eða umsögn heilbrigðisnefndar þar sem fram kemur mat á umhverfislegum þáttum og hugsanlegum áhrifum á nágranna.
Umsögn slökkviliðs þar sem fram kemur mat á útbreiðsluhættu, hvort viðbragðsráðstafanir umsækjanda séu nægjanlegar og hvort þörf sé á öryggisvakt.
Staðfesting vátryggingafélags á ábyrgðartryggingu vegna brennunnar (ef þess er krafist).
Umsóknina þarf að senda til embættis sýslumanns í því umdæmi sem brennan á að fara fram. Sýslumaður fer yfir umsóknina og gefur út leyfisbréf ef öll skilyrði eru uppfyllt.
Hér má finna nánari upplýsingar um brennuleyfi.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?