Sýslumenn: Leyfi
Hvert tilkynni ég óskráða heimagistingu?
Upplýsingar og ábendingar um óskráða heimagistingu má senda á netfangið heimagisting@syslumenn.is. Það athugist að því nákvæmari upplýsingar sem berast því auðveldara er fyrir sýslumann að bregðast við. Æskilegt er að með ábendingum eða fyrirspurnum um óskráða heimagistingu fylgi sem nákvæmastar upplýsingar um staðsetningu starfseminnar sem og nafn rekstraraðila. Þá er ágætt að láta fylgja með skjáskot og/eða tengla af bókunarsíðum þar sem gististarfsemin er auglýst.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?