Sýslumenn: Leyfi
Hvert er hlutverk leyfishafa og ábyrgðarmanns sinubrunaleyfis?
Handhafi leyfis til sinubrennu á að:
Tilkynna nágrönnum um leyfið og áætlaða tímasetningu brennu (bréflega – til dæmis í tölvupósti).
Tilkynna Umhverfisstofnun skriflega um flatarmál brunnins svæðis, innan mánaðar frá brennunni.
Leyfishafi eða ábyrgðarmaður sinubrennu þarf að vera á staðnum þegar bruninn fer fram.
Við sinubruna skal gæta ýtrustu varkárni og gæta þess að valda ekki óþarfa ónæði eða óþægindum.
Hér má finna nánari upplýsingar um leyfi til að brenna sinu.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?