Sýslumenn: Leyfi
Hvað gerist ef ég stunda skammtímaleigu án skráningar eða rekstrarleyfis?
Þá er um að ræða brot á reglum um heimagistingu eða brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald eftir umfangi starfsemi. Geta slík brot varðað stjórnvaldssektum sem numið geta frá 10 þús. kr. til einnar milljón króna. Samkvæmt 23. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald skal lögreglustjóri án fyrirvara eða aðvörunar stöðva leyfisskylda starfsemi sem fer fram án rekstrarleyfis.
Hér má finna nánari upplýsingar um heimagistingu.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?