Sýslumenn: Leyfi
Hvaða gögn þurfa að fylgja með umsókn um happdrættisleyfi?
Fylla þarf út umsókn um leyfi til að reka happdrætti og senda á viðkomandi sýslumanns- embætti sem fer yfir umsóknina og gefur út leyfisbréf ef öll skilyrði eru uppfyllt.
Umsóknir má einnig senda í tölvupósti á netfangið: sudurland.leyfi@syslumenn.is
Í umsókninni þarf meðal annars að koma fram:
Fjöldi miða
Miðaverð
Fjöldi vinninga
Heildarverðmæti vinninga
Dagsetning útdráttar
Með umsókninni þarf að fylgja listi yfir vinninga og verðmæti hvers þeirra.
Hlutfall verðmætis vinninga af heildsöluverði útgefinna miða skal að lágmarki vera 16,67%.
Ekkert gjald er greitt fyrir þessi leyfi.
Hér má finna nánari upplýsingar um umsókn um happdrættisleyfi.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?