Á hverjum degi er fólk á faraldsfæti, sum ferðast stuttar vegalengdir, til dæmis milli heimilis og vinnustaðar, á meðan önnur ferðast hringinn í kringum landið eða jafnvel til annarra landa. Ferðamátarnir eru margvíslegir og umferðin töluvert meiri en þegar þarfasti þjónninn var fljótlegasta leiðin milli bæja.