Auglýsingar Samgöngustofu um öryggi og fræðslu
Á árunum 2017-2021 varð ekkert banaslys á sjó og sömuleiðis hefur slysum til sjós fækkað á síðustu árum. Öflug fræðsla, aukin öryggismenning og þátttaka atvinnugreinarinnar hefur þar mikil áhrif.
Enn verða þó slys og óhöpp þar sem litlu má muna að alvarlegar afleiðingar hljótist af.
Veggspjöldin 12 hnútar miða að því að auka vitund og umræðu yfir tólf algenga þætti sem geta leitt til slysa eða atvika til sjós, með það að markmiði að því að fækka þeim og auka vitund og umræðu um öryggismál sjófarenda.
12 Hnútar
Í þessu fyrsta veggspjaldi 12 hnúta er tekið á einum þeirra mannlegu þátta sem oft getur leitt til alvarlegra slysa á sjó en það er „Áhugaleysi fyrir öryggi.” Á spjaldinu er bent á nokkur mikilvæg atriði sem geta komið í veg fyrir þessa hættu eða dregið úr henni og jafnframt aukið virkni og áhuga fólks fyrir öryggi á sjó.
Fyrirbyggjandi aðgerðir sem sjómenn þurfa að hafa í huga til að koma í veg fyrir að „Kæru- og agaleysi” verði vandamál með tilheyrandi slysahættu.
Í þessu sambandi er fjallað um mikilvægi þess að gætt sé hreinlætis, að viðurkenndum verklagsreglum og gátlistum sé fylgt, að öll atvik sem leiða eða leitt geta til slysa séu skráð og að menn treysti ekki á heppnina.
Fjallað um hvað sjómenn þurfa að hafa í huga svo öryggi þeirra sé sem best tryggt með viðeigandi fræðslu og þjálfun. Skortur á því hefur leitt til margra mjög alvarlegra slysa á sjó.
Svokallaður „besserwisser“ (beturviti) er ekki líklegur til að tryggja góð afköst né öryggi.
Mikilvægt er að skipverjar hafi fullnægjandi þekkingu á þeim verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur og hiki ekki við að spyrja ef þeir vita ekki.
Fólk ma ekki falla í þá freistni að giska á hvernig vinna eigi verkin heldur óhikað afli sé fullngæjandi þekkingar.
Til að tryggja þetta sem best er mælt með því að öll áhöfnin sæki viðeigandi námskeið og þjálfun.
Fjallað um þá hættu sem getur stafað af ofmati á eigin hæfni. Sjálfsöryggi og stefnufesta er vissulega góð en hún verður að grundvallast af opnun huga og hæfninni til að uppfæra og bæta við vitneskjuna sem fyrir er.
Vera tilbúinn að leita nýrra og betri hugmynda og hlusta eftir þeim.
„Besserwisser“ (beturviti) ekki líklegur til að tryggja öryggi.
Maður er ekki metinn af því sem maður þykist geta heldur því sem maður getur.
Of mikið sjálfstraust getur verið merki um fáfræði
Mikilvægast af öllu er að fylgja siglingareglum og leiðbeiningum framleiðanda tiltekinna tækja og áhalda.
Gott er að deila hugmyndum og skoðunum með öðrum í áhöfninni og komast þannig að sameiginlegri niðurstöðu um bestu leiðina til að leysa málin.
Hætta sem stafar af þekkingarleysi við störf á sjó.
Sá sem er tilbúinn að afla sér þekkingar er líklegri til að tryggja öryggi sitt og félaga sinna
það ber vott um sjálfsöryggi og skynsemi að fólk sé óhrætt við að viðurkenna vanþekkingu sína og afla sér vitneskju.
Á spjaldinu er komið inn á mikilvæg fyrirbyggjandi atriði svo komið sé í veg fyrir þessa hættu.
Mikilvægt að fólk fylgi ætíð nýjustu reglum og leiðbeiningum.
Spurðu ef þú veist ekki og ekki giska - Vertu viss.
Mikilvægt að sjómenn taki ávallt þátt í þjálfun og endurmenntun því enginn telst fullnuma sama hver reynslan er.
Hætta sem sjómenn geta staðið frammi fyrir ef vöntun er á nayðsynlegum öryggisbúnaði.
Mikilvægt er að það sé tiltækur öryggisbúnaður sé fyrir alla um borð í skipum getur skipt sköpum á ögurstundu.
Mikilvægt að gæta þess reglulega hvert ástand öryggisbúnaðarins er og að nóg sé af honum fyrir alla um borð. Betra er að hafa of mikið af honum en of lítið. Svo hægt sé að bregðast til dæmis við bilunum með viðeigandi hætti er mikilvægt að um borð í bátnum eða skipinu séu verkfæri og varahlutir sem hægt er að grípa til.
Einnig er mikilvægt að menn kynni sér nýjungar í öryggisbúnaði og tileinki sér það.
Hætta sem íþyngjandi kröfur geta skapað áhöfn og skipi.
Það heyrir til undantekninga að, til dæmis fjárhagsleg verðmæti séu sett ofar öryggi áhafnar en ef það finnst ein slík undantekning þá er það einni of mikið.
Ef svo ólíklega vill til að gerðar séu íþyngjandi kröfur sem stefnt geta áhöfn í hættu hvetjum við menn til að sýna staðfestu og setja ætíð öryggi báts og áhafnar í forgang.
Skoðið sérstaklega þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem tilgreindar eru hægra megin á spjaldinu.
Hætta sem stafað getur af skorti á hæfni til samvinnu. Það getur birst í einstrengingslegri afstöðu eða hegðun.
Á veggspjaldinu er lögð áhersla á að leitað sé álits samstarfsfólks því það skiptir ekki máli hver hefur á réttu að standa heldur hvað sé rétt. Hlustum og leggjum til málanna.
Það er oft um seinan sem fólk gerir sér grein fyrir þeirri hættu sem stafað getur af syfju og þreytu. Árlega verða mjög alvarleg slys á Íslandi sem rakin eru til þessa og ótal mörg tilfelli eru þar sem stýrimaður hefur sofnað við stýrið.
Mikilvægt er að fólk þekki einkenni þreytu hjá sér og öðrum.
Gerðar þarf ráðstafanir til að koma í veg fyrir þreytu og þær hættur sem geta fylgt henni.
Tekið á þeirri hættu sem fylgt getur slæmum og úreldum hefðum. Mikilvægt er að gera fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir þær hættur sem af þessu geta stafað.
Það er ekki sjálfgefið að tiltekin venja sé besta og öruggasta leiðin.
Mikilvægt að vera óhrædd/ur við að gagnrýna og endurskoða hefðir.
Að þora ekki að leiðrétta, segja skoðun sína og benda á betri leiðir getur leitt til alvarlegri afleiðinga en ella. Hætta getur skapast þegar fólk þorir ekki að leggja fram ábendingar um eitthvað sem betur má fara
Bent er á fyrirbyggjandi aðgerðir.
Udirstrikað mikilvægi þess að vera óhræddur við að leiðrétta
Vera óhræddur við að benda á mögulega betri leiðir
Hafa sjálfstraust til að sýna frumkvæði í öryggismálum.
Hætta sem stafað getur af skorti á nærgætni og virðingu fyrir samstarfsfólki.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Bera virðingu fyrir tilfinningum, skoðunum og persónugerð annarra.
Sýna nýliðum, ungmennum og starfsfólki af erlendum uppruna sérstaka tillitsemi.
Uppræta allt baktal, lítillækkun, einelti og hverskonar ofbeldi og áreiti.
Með því að gera lítið úr öðrum er maður í raun að lítillækka sjálfan sig.