Undirskriftalistar
Einstaklingar geta stofnað undirskriftalista og almenningur sett nafn sitt á lista með rafrænni auðkenningu.
Markmiðið með undirskriftalistum á Ísland.is er að veita rafrænan vettvang til að fólk geti lagt málefni lið með öruggum hætti.
Að búa til undirskriftarlista þýðir að safna saman nöfnum og undirskriftum fólks sem styrkir tiltekið markmið eða málefni. Undirskriftarlisti er yfirleitt notaður í þeim tilgangi að bera saman áhrif eða stuðning við tiltekið málefni og sýna hversu margt fólk styður málefnið eða markmiðið.
Umfangsefni listans snýst um málefni/atburði sem eru í umræðu hverju sinni.
Listinn er í samræmi við lög og reglur landsins og stjórnarskrá Íslands.
Framsetning má ekki vera ærumeiðandi og skal vera innan ramma almenns velsæmis.
Athugið þessu kerfi er ekki ætlað að halda utan um meðmælasafnanir fyrir listabókstafi sem skila á til Dómsmálaráðuneytis. Ef sækja á um listabókstaf vinsamlegast notið þetta eyðublað til meðmælasafnana og skilið til Dómsmálaráðuneytis.
Þjónustuaðili
Þjóðskrá