Það er stórt skref að byrja í nýrri vinnu, hvort sem það er í fyrsta skipti eða á nýjum stað. Mörg hefjum við okkar starfsferil í unglingavinnu sveitarfélaga, en þar stíga unglingar sem lokið hafa 8. bekk grunnskóla gjarnan sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Með hækkandi aldri og aukinni menntun fjölgar svo starfsmöguleikunum enn frekar og þá er í mörg horn að líta.