Innheimta opinberra gjalda
Skatturinn annast innheimtu opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu en sýslumenn utan þess. Nefnast þessir aðilar innheimtumenn ríkissjóðs.
Upplýsingar um álagningu og stöðu gjalda
Allir geta nálgast upplýsingar um stöðu opinberra gjalda sinna á mínum síðum inná island.is
Einnig veita innheimtumenn ríkissjóðs upplýsingar um stöðu og innheimtu opinberra gjalda.
Á síðum hvers embættis má sjá númer bankareikninga sem á að leggja inná.
Helstu skattar og gjöld
Helstu skattar og gjöld til innheimtu hjá innheimtumönnum ríkissjóðs eru þing- og sveitarsjóðsgjöld. Undir þau falla meðal annars:
tekjuskattur
útsvar
gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra
útvarpsgjald
ofgreiddar barnabætur
ofgreiddar vaxtabætur
Aðrir skattar og gjöld eru:
virðisaukaskattur
bifreiðagjald
þungaskattur
skipagjald
skipulagsgjald
skattsektir
Vanskil
Gjöld sem ekki hafa verið greidd á gjalddaga eru komin í vanskil þrátt fyrir að eindagi sé ekki kominn.
Innheimtumanni er skylt að innheimta allar kröfur, einnig þær sem eru vegna áætlana frá skattyfirvöldum. Það frestar ekki vanskilainnheimtu þótt skattskýrslu hafi ekki verið skilað inn eða skattálagning verið kærð.
Um einstök vanskilaúrræði má meðal annars fá upplýsingar á vef Skattsins.
Athugið að innheimtumenn ríkissjóðs hafa ekki heimild til að semja um eða fella niður dráttarvexti eða vanskilaálögur né breyta álagningu skatta og gjalda. Þá eru mjög takmarkaðar heimildir til að semja um vörsluskatta, s.s. virðisaukaskatt og staðgreiðslu.
Dráttarvextir
Dráttarvextir á gjaldfallna kröfu reiknast frá gjalddaga. Í einstökum tilvikum bætist við vanskilaálag sem reiknast af höfuðstól.
Þjónustuaðili
Sýslumenn