Fara beint í efnið

Kæra til yfirskattanefndar

Eyðublað vegna kæru til yfirskattanefndar.

Taka þarf fram hvaða kröfur eru gerðar í málinu, þ.e. hvaða breytingar kærandi vill að verði gerðar á ákvörðun stjórnvalds. Í sumum tilvikum er eðlilegt að gerð sé bæði aðalkrafa og varakrafa (kröfur). Ef kærandi er aðeins ósáttur við sum atriði í ákvörðun stjórnvalds er rétt að láta það koma skýrt fram.

Í rökstuðningi fyrir kröfu eiga að koma fram ástæður kæranda fyrir kærunni. Oftast er ekki þörf á því að rekja málavexti sérstaklega. Öðru kann að gegna ef kærandi telur að stjórnvald hafi lagt röng atvik til grundvallar úrlausn sinni. Hér þarf að öðru leyti að koma fram af hverju kærandi telur að ákvörðun stjórnvalds sé efnislega röng eða haldin annmörkum sem eigi að leiða til breytinga (ógildingar) á henni.

Eyðublað vegna kæru til yfirskattarnefndar

Þjónustuaðili

Yfir­skatta­nefnd