Fara beint í efnið

Leigutekjur

Gert er grein fyrir leigutekjum á skattframtali og skattur síðan innheimtur af þeim samkvæmt álagningarseðli.

Tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis, frístundahúsnæðis eða annars húsnæðis eru skattlagðar sem atvinnurekstrartekjur. 

Frá þessu eru þrjár undantekningar og ef þær eru uppfylltar teljast tekjurnar til fjármagnstekna utan rekstrar. 

  1. Um sé að ræða útleigu á íbúðarhúsnæði sem fellur undir húsaleigulög, enda eru útleigðar íbúðir viðkomandi ekki fleiri en tvær.

  2. Um sé að ræða tekjur af útleigu á íbúðarhúsnæði sem fellur undir húsaleigulög og húsnæðið var til eigin nota leigusala en hann leigir sjálfur annað íbúðarhúsnæði til eigin nota. Við þessar aðstæður er heimilt að draga leigugjöld frá leigutekjum (leiga á móti leigu).

  3. Um sé að ræða útleigu sem telst vera heimagisting samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald að uppfylltum þeim skilyrðum sem þar koma fram.

    Sjá nánar:
    Nánari upplýsingar um leigutekjur
    Spurt og svarað
    Helstu tölur og prósentur

Fylgiskjal með skattframtali vegna leigutekna

Þjónustuaðili

Skatt­urinn