Staðgreiðsla opinberra gjalda
Öllum launagreiðendum er skylt að draga staðgreiðslu opinberra gjalda frá launum og öðrum staðgreiðsluskyldum greiðslum til launamanna og skila í ríkissjóð. Á sama hátt á að draga staðgreiðslu frá reiknuðu endurgjaldi þeirra sem starfa við eigin atvinnurekstur.
Þeir sem hafa aðrar tekjur en launatekjur geta komist hjá greiðslu álags á álagðan tekjuskatt og útsvar af þessum tekjum, með því að greiða, eigi síðar en 31. janúar næstan á eftir staðgreiðsluári, fjárhæð sem ætla má að samsvari tekjuskatti og útsvari af tekjum.
Eftir innskráningu hjá Skattinum finnur þú umsóknina undir Vefskil.
Þjónustuaðili
Skatturinn