Skila ársreikningi stjórnmálasamtaka
Fjármál tengd stjórnmálastarfsemi
Ríkisendurskoðun hefur eftirlit með fjármálum stjórnmálasamtaka og frambjóðenda. Ríkisendurskoðandi leitast við að upplýsa forsvarsmenn stjórnmálasamtaka og frambjóðendur um skyldur þeirra gagnvart lögum
Upplýsingaskylda stjórnmálasamtaka
Stjórnmálasamtök skulu eigi síðar en 31. október ár hvert skila ríkisendurskoðanda reikningum sínum fyrir síðastliðið ár. Ríkisendurskoðandi skal í kjölfarið, eins fljótt og unnt er, birta ársreikning stjórnmálasamtaka. Reikningur stjórnmálasamtaka skal vera endurskoðaður og áritaður af endurskoðanda.
Stjórnmálasamtökum er óheimilt að taka við hærra framlagi frá lögaðila eða einstaklingi sem nemur 550.000 krónum. Þó má stofnframlag til stjórnmálasamtaka vera allt að 1.100.000 krónur. Í reikningi stjórnmálasamtaka skal tilgreina nöfn allra lögaðila sem veitt hafa framlög sem og nöfn þeirra einstaklinga sem veitt hafa framlög yfir 300.000 krónum.
Þjónustuaðili
Ríkisendurskoðun