Endurgreiðsla VSK vegna verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa
Innflytjendur verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa eða framleiðendur íbúðarhúsa í verksmiðju hér á landi eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts, sem nemur ákveðnu hlutfalli af heildarsöluverði hvers húss, allt eftir því á hvaða stigi húsið er afhent, að meðtöldum 24% virðisaukaskatti.
Innflytjandi íbúðarhúsanna á rétt á endurgreiðslu, en ekki kaupendur þeirra.
Sótt er um endurgreiðslur á eyðublaði RSK 10.16 og skal þeirri umsókn skilað með tölvupósti á tölvupóstfangið skatturinn@skatturinn.is.
Gögn með umsókn
Meðfylgjandi beiðni um endurgreiðslu skal vera:
hreyfingalisti yfir seld hús eða húseiningar
reikningar sem lagðir eru til grundvallar endurgreiðslu
yfirlit yfir eign(ir) sem beiðni varðar.
Fylgi beiðni önnur fylgiskjöl skal gerð grein fyrir þeim í viðeigandi reit.
Varði umsókn fleiri en eina eign skal sundurliðun yfir staðsetningu og fastanúmer eigna fylgja umsókninni sem viðhengi.
Þjónustuaðili
Skatturinn