Fara beint í efnið

Fyrir tilkynningarskylda aðila

  • Tilkynningar um flugatvik er ætlað til greiningar, með markmiði að auka flugöryggi, koma í veg fyrir slys og læra af reynslunni.

  • Samgöngustofu gefur ekki upplýsingar um einstök flugatvik til almennings.

Flugslys, alvarlegt flugatvik eða alvarlegt flugumferðaratvik skal tilkynna án tafar til Rannsóknarnefndar flugslysa. Símanúmer allan sólarhringinn (+354) 660 0336.

Tilkynningarskyld flugatvik

Flugatvik er atburður sem getur haft áhrif á flugöryggi og ef atburðurinn er ekki greindur og hugsanlega leiðréttur, getur stofnað flugöryggi í hættu og leitt til alvarlegs flugatviks eða slyss. Atvik falla undir eftirfarandi flokka og skulu tilkynnt í gegnum kerfi fyrir skyldubundnar tilkynningar flugatvika:

  • Atvik sem tengjast starfrækslu loftfarsins.

  • Atvik sem tengjast tæknilegum skilyrðum, viðhaldi og viðgerðum á loftförum.

  • Atvik sem tengjast flugleiðsöguþjónustu og flugvirkjum.

  • Atvik sem tengjast flugvöllum og þjónustu á jörðu niðri.

Hægt er að nálgast lista yfir yfir atburði sem á að tilkynna. Listinn er ekki tæmandi heldur er það lagt í hendur þeirra sem tilkynna að meta atvikið útfrá listanum.

Öll tilkynningarskyld flugatvik skulu tilkynnt í gegnum ECCAIRS gagnagrunninn.

Valfrjáls tilkynning á flugatviki

Valfrjálsar tilkynningar eru tilkynntar með sama hætti og tilkynningarskyld flugatvik, og eru metnar og skoðaðar sérstaklega og greindar með tilkynningarskyldum flugatvikum. Valfrjálsar tilkynningar, hjálpa við að greina mögulegar hættur sem geta stafað að flugöryggi, og þróa fyrirbyggjandi aðgerðir.

Valfrjálsar tilkynningar eru flokkaðar sem:

  • Tilkynningar um flugatvik sem ekki falla undir flokkun á tilkynningarskyldum flugatvikum.

  • Aðrar öryggisupplýsingar sem tilkynnandi telur geta haft áhrif eða hugsanleg áhrif á flugöryggi.

Valfrjálsar tilkynningar skulu sendar í gegnum ECCAIRS gagnagrunninn.

Trúnaður og vernd tilkynnanda

Þeim sem tilkynnir um flugatvik verður ekki refsað né verður hann beittur viðurlögum þótt um sé að ræða brot

  • gegn ákvæðum laga er snúa að atvikinu

  • á reglum settum á grundvelli þeirra laga

Þetta á þó ekki við ef atvik verður til af

  • ásetningi

  • stórfelldu gáleysi

  • undir neyslu áfengis, örvandi eða deyfandi lyfja.

Allir starfsmenn sem taka við tilkynningu um flugatvik eru haldnir trúnaði um efni tilkynninganna. Ekki má gefa upplýsingar um einstök flugatvik til almennings.

Ferlið

  • Allar tilkynningar eru skráðar í alþjóðlegan gagnagrunn, ECCAIRS.

  • Atvikin eru svo skoðuð og ákvörðun tekin um hvort nánari upplýsinga sé þörf.

ECCAIRS gagnagrunnurinn, sem er kostaður og framleiddur af Evrópuráðinu, er hannaður sérstaklega til að halda utan um skráningu flugatvika og notaður af flugmálastjórnum, rannsóknarnefndum og þeim flugrekendum sem það kjósa.

Lög og reglur
  • Reglugerð nr. 53/2006.

  • Reglugerð 900/2017 ( EU 376/2014 ) er ætlað að tryggja tilkynningu, söfnun, geymslu, verndun, skipti á, miðlun og greiningu viðeigandi öryggisupplýsinga í flugi.

  • Markmið með lögum og reglugerðum um flugatvik

    • Hægt að grípa til öryggisaðgerða á grundvelli greininga á upplýsingum

    • Aðgengi að öryggisupplýsingum verði viðhaldið með trúnaðarkvöð og aukinni vernd fyrir tilkynnendur

    • Tilkynna atvik án þess að skipta sök eða ábyrgð verði hægt að koma í veg fyrir slys og alvarleg flugatvik.

Tilkynningarskylt flugatvik eða flugverndaratvik

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa