STCW-skírteini eru alþjóðleg atvinnuskírteini til starfa á farþega- og flutningaskipum í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni. Samgöngustofa gefur út, áritar og heldur skrá yfir atvinnuskírteini sjómanna samkvæmt lögum um áhafnir skipa.
Eingöngu lögmætur handhafi skírteinis má gegna því starfi sem skírteinið kveður á um.
Skipverji skal ávalt geta framvísað skíteini er hann gegnir stöfum sínum.
Umsóknarferli og fylgigögn
Þeir sem ætla að sækja um alþjóðleg atvinnuskírteini til að starfa á farþega- og flutningaskipum, þurfa að fylla út rafræna umsókn.
Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn áður en hún er tekin til afgreiðslu:
Gilt læknisvottorð (pdf) frá viðurkenndum sjómannalækni.
Nýleg mynd í vegabréfsstærð - stafræn
Rithandarsýnishorn (pdf).
Staðfesting á greiðslu skírteinis.
Staðfesting á að hafa lokið tilskildum námskeiðum hjá Slysavarnarskóla sjómanna.
Skjöl um tilskilinn siglingatíma (ef siglingatími er erlendis, þá með sjóferðabók eða vottorði útgerðar).
Afrit af prófskírteini frá skóla (ef sótt er um í fyrsta sinn eftir að námi lýkur).
Afrit af GMDSS; GOC eða ROC skírteini í gildi (aðeins fyrir skipstjórnarmenn).
Gögnin er hægt að senda rafrænt sem fylgiskjöl með umsókninni. Einnig er hægt að senda gögn á netfangið sigling@samgongustofa.is eða í pósti merkt Samgöngustofa, Ármúli 2, 108 Reykjavík.
Afgreiðsla
Samgöngustofa miðar við að afgreiða skírteini innan 12 virkra daga frá því öll gögn hafa borist. Umsókn er aðeins tekin til afgreiðslu þegar gjald hefur verið greitt. Umsækjendur geta óskað eftir því að fá skírteinið sent í pósti eða sótt það á skrifstofu Samgöngustofu.
Greiðsla
Gjald fyrir umsókn um útgáfu og/eða endurnýjun atvinnuskírteina fyrir farþega- og flutningaskip (STCW) fer eftir gjaldskrá Samgöngustofu.
Auknar kröfur vegna breytinga á reglugerðum
Laga og reglugerðastoð
Skírteinin eru gefin út af Samgöngustofu samkvæmt lögum um áhafnir skipa og reglugerðar um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna og gilda til starfa á farþega- og flutningaskipum sem skráð eru í ríkjum sem eru á hvítlista Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) yfir ríki sem uppfylla kröfur STCW-alþjóðasamþykktarinnar.
Lög um áhafnir skipa nr. 82/2022
Reglugerð um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna. nr. 676/2015
Þjónustuaðili
Samgöngustofa