Gildissvið
Skemmtibátar styttri en 15 metrar mestu lengdar sem ekki er notaður eða ætlaður til útleigu.
Hvenær
Eigandi skemmtibáts má framkvæma árlegar milliskoðanir en þarf þó að láta skoðunarstofu skoða bátinn á 5 ára fresti.
Framkvæmd
Eiganda skemmtibáts sem hann er að fara að framkvæma árlega milliskoðun ber að framkvæma skoðun í samræmi við skoðunarhandbók fyrir skemmtibáta. Þá ber honum að fara í gegnum skoðunarskýrsluna og flytja athugasemdir inn í hana, séu einhverjar. Þá skal eigandi framkvæma lagfæringar í samræmi við athugasemdir sem koma upp.
Þegar eigandi er búinn að framkvæma milliskoðun og framkvæma lagfæringar ef einhverjar athugasemdir voru, ber honum að tilkynna Samgöngustofu um það með rafrænni beiðni hér fyrir ofan.
Laga og reglugerðastoð
Reglugerð nr. 466/2023 um skoðanir á skipum og búnaði þeirra.
Reglugerð nr. 377/2007 um björgunar- og öryggisbúnað skemmtibáta.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa