Fara beint í efnið

Takmarkað farsvið skemmtibáta

Farsvið

Farsvið er tiltekið landfræðilega skilgreint hafsvæði sem báti er heimilt að sigla um, að teknu tilliti til m.a. smíði, ástands, stærðar og búnaðar bátsins

Samgöngustofa hefur skilgreint fjögur hafsvæði sem „takmarkað farsvið“. Þetta eru hafsvæði innst í Faxaflóa, í syðri hluta Breiðafjarðar, í syðri hluta Ísafjarðardjúps og á Eyjafirði. 

Flokkun á farsviði

Gert er ráð fyrir þremur mismunandi flokkum farsviða:

  • úthafssigling - mestar kröfur til öryggisbúnaðar

  • strandsigling

  • takmarkað farsvið - minnstar kröfur til öryggisbúnaðar

Minnstu kröfur til björgunar- og öryggisbúnaðar eru gerðar til minnstu skipanna og þeirra sem aðeins hafa heimild til að vera í förum á afmörkuðu svæði næst landi.

Takmörkuð hafsvið sem viðurkennd eru af Samgöngustofu

Á eftirfarandi uppdráttum má sjá þau takmörkuðu farsvið sem hafa verið skilgreind og sýnir rauða brotalínan ytri mörk þess. Heimild til þess að sigla skemmtibát með takmarkað farsvið nær til þess svæðis sem er innan við þá línu.

Dýrafjörður - (Bólunes - Arnarnes)

dýrafjörður-takmarkað farsvið

Eyjafjörður (Brísk - Þyrsklingur)

eyjafjörður-takmarkað farsvið

Faxaflói (Hólmsberg-Akranes)

faxafloi-takmarkad-farsvid

Ísafjörður (Ófæra-Hólmur)

isafjordur-takmarkad-farsvid

Skagafjörður (Skagafjörður - Selnes - Hrolleifshöfði)

skagafjordur-takmarkad-farsvid

Skjálfandaflói (Víkurhöfði - Flatey -Tjörnes)

skjalfandi-takmarkad-farsvid

Snæfellsnes (Taska - Arney)

snaefellsnes-takmarkad-farsvid
Laga og reglugerðastoð
  • Reglugerð um björgunar- og öryggisbúnað skemmti­báta, nr377/2007 - Takmarkað farsvið skal nánar skilgreint og birt af Samgöngustofu og skal það tilgreint í haffærisskírteini skemmti­báts. Í reglugerðinni er gert ráð fyrir að kröfur til björgunar- og öryggisbúnaðar skemmtibáta ráðist af stærð skemmtibáta og farsviði. 

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa