Heilbrigðiskröfur vegna atvinnuréttinda á sjó
Heilbrigðiskröfur til skipverja
Við umsókn og endurnýjun skírteina þarf að leggja fram vottorð læknis um að skipverji uppfylli skilyrði um sjón og heyrn sem og aðrar heilbrigðiskröfur.
Tvær tegundir læknisvottorða:
1. STCW-F atvinnuréttindi á fiskiskipum, varðskipum, skemmtibátum og öðrum skipum (íslensk skírteini)
Handhafar skipstjórnar og vélstjórnarréttinda á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum yfir 24 metrum sem eru á sjó lengur en þrjá daga skulu einnig getað framvísað heilbrigðisvottorði til útgerðar fari hún fram á það.
Heilsugæslulæknar/sjómannalæknar annast læknisskoðun og gefa út vottorð.
Vottorðin skulu rituð á eyðublöð útgefnum af Samgöngustofu.
Læknisvottorð um sjón, heyrn og heilbrigði sjómanna (pdf)
2. STCW atvinnuréttindi á farþega- og flutningaskipum (alþjóðleg atvinnuréttindi)
Sjómannalæknar annast læknisskoðun og gefa út vottorð.
Sjómannalæknisvottorðin skulu rituð á eyðublöð útgefnum af Samgöngustofu.
Handhafar STCW skírteina sem starfa á farþega- og flutningaskipi þurfa ávallt að geta framvísað sjómannalæknivottorði ásamt atvinnuskírteini.
Eyðublað fyrir alþjóðlegt heilbrigðisvottorð - Health Certificate (STCW)
Laga og reglugerðarstoð
Lög um áhafnir skipa nr. 82/2022
Reglugerð um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, nr. 944/2020.
Reglugerð um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna. nr. 676/2015
Þjónustuaðili
Samgöngustofa