Umferðaröryggisáætlun
Umferðaröryggisáætlun er hluti af samgönguáætlun og er hlutverk hennar að:
auka umferðaröryggi á Íslandi
fækka umferðarslysum
bæta umferðarmenningu
Umferðaröryggisáætlun er stefnumarkandi áætlun og er sett til fimmtán ára. Í þeirri áætlun er að finna töluleg markmið sem og áherslur og stefnu í umferðaröryggismálum. Gildandi umferðaröryggisáætlun er í gildi frá 2024-2038.
Fækkun slysa
Markmið um fækkun slysa eru tvö:
Að Ísland verði í hópi fimm bestu Evrópuþjóða hvað varðar fjölda látinna í umferðinni á hverja 100.000 íbúa.
Til þess að styðja við markmiðið eru sett 11 undirmarkmið, þar sem hvert undirmarkmið lýtur að því að fækka
ákveðinni gerð slysa
slysa meðal ákveðins hóps
og styðja það þannig við síðara markmiðið, sem er:
að látnum og alvarlega slösuðum fækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2034.
Markmið um bætta hegðun í umferðinni
Sett eru fram í fyrsta skipti markmið um bætta hegðun í umferðinni, í gildandi áætlun sem eiga að stuðla að:
bætir umferðarmenningu
færra slysum
Lög og reglur
Gildandi umferðaröryggisáætlun er frá 2024-2038 og hægt er að lesa meira um markmiðin í umferðaröryggisáætluninni.

Þjónustuaðili
Samgöngustofa