Leiðbeiningarefni fyrir einkaflug
Leiðbeiningarefni einkaflug
Ekki er heimilt að fljúga með farþega gegn gjaldi eða í ábataskyni hér á landi nema samkvæmt gildu flugrekstrarleyfi fyrir flutningaflug.
Frá þessari reglu eru þrjár undantekningar.
Flugkennsla.
Flugskólum og flugkennurum er heimilt að taka gjald fyrir flugkennslu til útgáfu eða viðhalds flugréttinda sem falla undir starfsheimildir þeirra.
Skipting kostnaðar
Heimilt er að skipta kostnaði í einkaflugi að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
Eingöngu er heimilt að skipta beinum kostnaði vegna þess flugs sem um ræðir. Undir beinan kostnað getur til dæmis fallið eldsneytiskostnaður, flugvallagjöld eða leiga á vél. Viðhaldskostnaður, tryggingar og annar viðvarandi kostnaður telst hins vegar ekki til beins kostnaðar við flugið í þessum skilningi.
Flugmaður verður að taka þátt í skiptingu kostnaðar og má ekki hagnast á fluginu.
Ekki mega vera fleiri en sex um borð í loftfarinu að flugmanni meðtöldum.
Kynningarflug
Flugskólum og félögum sem stofnuð eru í þeim tilgangi að kynna sport- eða tómstundaflug er heimilt að taka gjald fyrir kynningarflug með eftirfarandi skilyrðum:
Fyrirtækið starfræki loftfarið á grundvelli eignarhalds eða tómaleigu.
Flugið skapi ekki hagnað, sem greiddur er út utan fyrirtækisins.
Flug með aðra en þá sem eru meðlimir í viðkomandi fyrirtæki má aðeins vera lítill hluti af starfsemi fyrirtækisins.
„The Dirty Dozen“ er listi yfir tólf algengustu mannlegu þættina sem leitt geta til slysa eða atvika í flugtengdri starfsemi. Víða um heim hafa þessi atriði verið sett fram á tólf veggspjöldum með það að markmiði að gera fólk meðvitaðra, minna á og benda á leiðir til að koma í veg fyrir slys eða atvik af völdum mannlegra mistaka.
Hugmyndin að „The Dirty Dozen“ listanum kemur frá Gordon DuPont sem tók hann saman árið 1993 þegar hann starfaði hjá Transport Canada. DuPont nýtti hann við þjálfun og fræðslu til flugvirkja á mannlega þættinum og hefur síðan verið notaður um allan heim. Listinn vísar einnig til veggspjaldaherferðar „The Maintenance And Ramp Safety Society (MARSS) sem okkar veggspjöld byggja á.
Samgöngustofa hefur gefið út tólf veggspjöld, eitt veggspjald fyrir hvern þátt listans, þar sem hugmyndir að leiðum til að koma í veg fyrir að gera þessi mistök koma fram.
Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur nú útbúið nýtt fræðsluefni fyrir einkaflugmenn með það að markmiði að auka öryggi, leiðbeina og miðla góðum ráðum. Í hverjum mánuði birtist ný myndasaga þar sem hún Freyja, 32 ára flugkennari hjá EASA mun fræða okkur um öruggt flug.
#41 ADS-L: Sýndu þig og sjáðu aðra / ADS-L: See and be seen
#40 Tilkynning tæknilegra flugatvika / Technical occurrence reporting
#39 Æfing í að nota skjáklefa (e. glass cockpit) / Let's practice using a glass cockpit
#38 Stilliflótti (e. Trim runaway) / Trim runaway
#37 Vertu innan þægindarammans / Stay within your comfort zone
#36 Góður skjálfti / Good vibrations
#35 Go-around: Verið viðbúin hinu óvænta / Go-around: Prepare for the unexpected
#34 Handbók fyrir fallhlífarstökksklúbba / Operations manual for parachute clubs
#33 Sjóndeildarhringur í nætursjónflugi / Horizon visibility in night VFR
#32 Flug á að vera skemmtilegt / Flying should be fun
#31 Meðvituð samsetning / Conscientious rigging
#30 Verið meðvituð um TMZ + / Be aware of TMZ +
#29 Sjá og forðast / See and Avoid
#28 Viðhaldsáætlun með Part-ML / Maintenance programme with Part-ML
#27 Hægflug 3/3. Endurheimt flugs úr spinni / Slow flight awareness 3/3. Spin recovery
#26 Hægflug 2/3. Þyngd og jafnvægi / Slow flight awareness 2/3. Mass and balance
#25 Hægflug 1/3. Ofris, hætta á spinni / Slow flight and stalling. Spin awareness. Part 1
#24 Varúðarráðstafanir þegar flug hefst að nýju / Precautions when returning to flight
#23 Stöðugt aðflug / Stabilized approaches
#22 Árekstarhættu afstýrt: að vera sýnilegur / Collision avoidance - make yourself seen
#21 Hver er tilgangurinn með TAF / AF, what it means in practice
#20 Flókið loftrými - Hluti 2 / Airspace Complexity - Part 2
#19 Flókið loftrými - Hluti 1 / Airspace Complexity - Part 1
#18 Ný tækni / New Technologies
#17 Veðurpælingar / Weather briefing process
#16 Fölsk neyðarboð / False distress alerts
#15 Yfirsýn á flugvallarumferðina / Picture the airfield traffic
#14 Neyðarsendar (ELT) / Emergency Locator Transmitters
#13 Loftþéttnihæð / Density altitude
#12 Upplýsingar um veðurratsjá / Weather radar information
#11 Auðveldara og öruggara blindflug / Easier and safer flying in IFR
#10 Að miðla reynslunni / Exchange of experiences
#9 Vetrarundirbúningur / Winter Planning
#8 Vonlaus viðsnúningur / Impossible turn
#7 Að Forðast Hvirfla / Wake vortex avoidance
#6 Heimild inn í stjórnað loftrými - Íslenska / Clearance to enter controlled airspace - English
#5 Hafðu kveikt á búnaðinum - Íslenska / TURN IT ON - English
#4 Hliðarvindur - íslenska / Crosswind final turn - English
#3 Blöndungsísing - íslenska / Carburetor Icing - English
#2 Kolmonoxíðeitrun - íslenska / CO Intoxication - English
#1 Viðvörunarljós eldsneytis - íslenska / Fuel caution light - English

Þjónustuaðili
Samgöngustofa