Nýjar reglur Evrópusambandsins um flug ómannaðra loftfara (dróna) hafa tekið gildi innan aðildarlanda sambandsins. Þessar reglur hafa ekki tekið gildi hér á Íslandi, en búist er við að þær verði innleiddar á næstu misserum. Ólíkt núgildandi reglugerð (990/2017) þar sem einungis þarf að skrá dróna sem notaðir eru í atvinnuskyni, munu eigendur dróna þurfa að skrá sig samkvæmt nýja regluverkinu og gerðar eru vissar kröfur um þjálfun fjarflugmanna.
Eigendur dróna þurfa að skrá sig á flydrone.is og greiða skráningargjald.
Skráningin gildir í 5 ár.
Hægt verður að þreyta próf á netinu í undirflokki A1/A3 án endurgjalds.
Einnig verður hægt að taka próf í undirflokki A2, en það próf verður að fara fram í húsakynnum Samgöngustofu eða hjá aðilum sem stofnunin hefur samþykkt.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um evrópsku drónareglugerðina á heimasíðu EASA
Þjónustuaðili
Samgöngustofa