Þjálfun flugfreyja og flugþjóna (öryggis og þjónustuliða)
Skipta má þjálfun flugfreyja og flugþjóna (öryggis- og þjónustuliða) niður í:
grunnþjálfun
þjálfun fyrir flugvélaskipti og mismunaþjálfun
Grunnþjálfunarnámskeið í öryggismálum:
Haldið á vegum flugrekanda eða flugskóla sem hafa leyfi til þess.
Flestir flugrekendur halda eigin grunnþjálfunarnámskeið um öryggismál.
Námskeið veitir engin réttindi en útskrifaðir nemendur fá staðfestingu á að hafa klárað grunnþjálfun.
Ekki er nægjanlegt að hafa lokið grunnþjálfunarnámskeiði um öryggismál til þess að geta hafið störf sem öryggis- og þjónustuliði. Til þess þarf einnig að ljúka þjálfun vegna flugvélaskipta.
Þjálfun vegna flugvélaskipta:
Haldið á vegum flugrekanda.
Flugrekandi getur sent nema beint í þjálfun vegna flugvélaskipta hafi hann lokið grunnþjálfunarnámskeiði hjá flugskóla eða öðrum flugrekanda.
Lög og reglur
Grunnþjálfun öryggis- og þjónustuliða er fjallað um í reglugerð um áhöfn í almenningsflugi nr. 180/2014 .
Þjálfun vegna flugvélaskipta er fjallað um í reglugerð um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara nr. 237/2014 .
Þjónustuaðili
Samgöngustofa