Frammistöðuáætlun í flugleiðsögu 2020-2024
Samgöngustofa hefur nú gefið út fyrstu útgáfu Frammistöðuáætlunar Íslands, fyrir viðmiðunartímabilið 2020-2024. Skilgreindir voru lykil-frammistöðuvísar (KPI) fyrir
öryggi
umhverfið
afköst
kostnaðarhagkvæmni
Tilgangur frammistöðuáætlunar er að styðja við sjálfbærni flugsamgangna og stuðla að langtíma umbótum í frammistöðu flugleiðsögu hvað varðar skilvirkni og bestu notkun loftrýmis, afköst, kostnaðarhagkvæmni og loftmengun vegna flugs. Áætlunin skal staðfest af ráðherra.
Í þessari fyrstu útgáfu frammistöðuáætlunar voru frammistöðumarkmið ekki skilgreind og rætt er um “viðmiðunartímabil 0” (Reference Period 0) í því skyni. Gagnasöfnun tímabilsins er ætlað að leyfa að sett verði markmið fyrir Viðmiðunartímabil 1, þegar nákvæmar upplýsingar liggja fyrir um raunverulega frammistöðu skilgreindra frammistöðuvísa.
Umfang frammistöðuáætlunar er loftrými Íslands og hefur Samgöngustofa haft samráð við helstu hagsmunaaðila við gerð þessarar áætlunar.
Þess má geta að áætlunin var gefin út m.v. 1. janúar og snertir því ekki á nýjustu áskorunum í flugi, Covid-19. Eins og áður hefur komið fram er rætt um þessa frammistöðuáætlun sem viðmiðunartímabil 0. Samgöngustofa hvetur hagsmunaaðila til að senda SGS athugasemdir og/eða ábendingar fyrir áframhaldandi þróun áætlunarinnar vegna viðmiðunartímabils 1.
Lög og reglur
Með vísan í kröfur reglugerðar um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu skal Samgöngustofa gera drög að frammistöðuáætlun í samráði við veitendur flugleiðsöguþjónustu og hagsmunaaðila.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa