Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lægri flug­fargjöld fyrir íbúa lands­byggð­arinnar

  • 40% afsláttur af heildar­fargjaldi fyrir allt að 6 flug­leggi á ári

  • Fyrir alla með lög­heimili fjarri borginni og á eyjum

  • Bætir aðgengi lands­byggðar að miðlægri þjónustu í höfuð­borginni

Loftbrú veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afsláttarfargjald eða fullt fargjald. Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). 

Svæði sem falla undir Loftbrú

Ef notandi er ekki með rafræn skilríki er hægt að óska eftir afsláttarkóða með eftirfarandi hætti: 

  • Gegnum ábendingarkerfi Vegagerðarinnar á www.vegagerdin.is

  • Með umsóknareyðublaði sem sent er með bréfpósti til Vegagerðarinnar 

Algengar spurningar um Loftbrú má finna hér.

  • Þjónustu­ver Vegagerðarinnar svarar fyrirspurnum um Loftbrú í síma 1777.

  • Fyrirspurnir má einnig senda í gegnum ábendingarkerfi Vegagerðarinnar á www.vegagerdin.is

Loftbrú

Þjónustuaðili

Vega­gerðin