Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið sem almennt er nefnt Loftbrúarsvæði, er afmarkað með tilliti til póstnúmera. Alls ná afsláttarkjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á Loftbrúarsvæðinu. 

Börn sem eiga heimili innan Loftbrúarsvæðis hjá forsjáraðila og/eða foreldri eiga rétt á Loftbrú. 

Afsláttarkjörin nýtast öllum þeim sem sækja miðlæga þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðið og til að heimsækja ættingja og vini. Markmið verkefnisins er að jafna aðstöðumun íbúa og efla byggðir landsins með því að gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti. Loftbrú er ætluð fólki sem fer í einkaerindum til höfuðborgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnuskyni eða hefðbundnar vinnuferðir. 

  • Eftir breytingu á skráningu lögheimili geta liðið allt að 30 dagar þangað til réttur á Loftbrú verður virkur. 

Loftbrú

Þjónustuaðili

Vega­gerðin