Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Á þjónustuvefnum Ísland.is auðkennir fólk sig með rafrænum skilríkjum og þeir sem eiga rétt á Loftbrú fá yfirlit yfir réttindi sín. Þeir sem vilja nýta afsláttinn sækja á sömu síðu sérstakan afsláttarkóða sem notaður er á bókunarsíðum flugfélaga þegar flug í áætlunarflugi er pantað. 

Afslátturinn er reiknaður af heildarfargjaldi, þ.e. flugfargjaldi, flugvallargjaldi sem og öðrum gjöldum sem flugfélög inna af hendi. 

Flugfélög bera ábyrgð á framboði og verðlagningu flugfargjalda. 

Þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænum skilríkjum geta sótt um afsláttarkóða hjá Vegagerðinni. Afgreiðsla afsláttarkóða tekur 2 – 14 daga og fer afgreiðslutími eftir afhendingarmáta. Sé sjálfsafgreiðsla ekki notuð er sótt um kóða með eftirfarandi hætti: 

  • Gegnum ábendingarkerfi Vegagerðarinnar á www.vegagerdin.is

  • Með umsóknareyðublaði sem sent er með bréfpósti til Vegagerðarinnar. Eyðublaðið má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar. 

Loftbrú

Þjónustuaðili

Vega­gerðin