Vegagerðin, Suðurhrauni 3, 201 Garðabæ, er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga vegna verkefnisins. Vefurinn Ísland.is er rekinn af Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Arnarhvoli við Lindargötu 101 Reykjavík. Vinnsla persónuupplýsinga á loftbru.island.is fer fram á grundvelli vinnslusamnings milli ráðuneytisins og Vegagerðarinnar.
Hér á eftir koma upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga vegna verkefnisins. Nánari upplýsingar má einnig nálgast í persónuverndarstefnu Stjórnarráðs Íslands, og í persónuverndarstefnu Vegagerðarinnar.
Persónuupplýsingar sem eru meðhöndlaðar og tilgangur vinnslu
Þegar þú sækir um Loftbrúarafslátt eru sóttar upplýsingar um þig úr þjóðskrá eins og kennitala, nafn, heimili, fæðingardagur, fæðingarár, nöfn barna, forsjá barna, fjölskyldunúmer, fæðingardagur og fæðingarár barna, og þær varðveittar inn á vefnum. Ef þú óskar eftir afslættinum með bréfpósti gilda einnig lög um opinber skjalasöfn.
Þegar flugfargjald er bókað sækir bókunarvél flugfélags sjálfkrafa upplýsingar um þig frá www.island.is, það er upplýsingar um nafn, kyn, fæðingardag og -ár og nafn, kyn, fæðingardag og -ár barna ef bókun er jafnframt fyrir börn. Þegar fargjald er keypt miðlar flugfélagið upplýsingum um keypta flugferð til www.loftbru.island.is, þ.e. upplýsingar um fluglegg, bókunardagsetningu, dagsetningu flugs, fjárhæð afsláttar, fjárhæð fargjalds, kyn, aldur og póstnúmer afsláttarþega.
Unnið er með þessar upplýsingar um þig til að afgreiða umsókn þína um Loftbrúarafslátt og koma beint til skila inn í greiðsluferlið þeirri niðurgreiðslu sem þú átt rétt á.
Miðlun persónuupplýsinga og heimild til vinnslu
Upplýsingum um flugferðina verður ekki miðlað áfram og verða eingöngu aðgengilegar þér inn á loftbru.island.is. Vegagerðin fær þó ákveðnar ópersónugreinanlegar upplýsingar frá loftbru.island.is í því skyni að hafa yfirsýn yfir nýtingu og dreifingu afsláttarins. Þá gæti þér eða barni þínu verið flett upp í Þjóðskrá til að sannreyna réttindi þín eða barns þíns samkvæmt notendaskilmálum fyrir Loftbrú.
Verkefnið sjálft byggist á flugstefnu sem kynnt var í samgönguáætlun samkvæmt þingsályktunartillögu um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 og þingsályktunartillögu um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 sem samþykktar voru á Alþingi sumarið 2020. Vegagerðinni var falið að sinna verkefninu á grundvelli 2. tölul. 7. gr. laga nr. 120/2012 um Vegagerðina sem kveður á um að hún skuli annast umsjón með styrkveitingum vegna almenningssamgangna.
Öryggi persónuupplýsinga
Vinnsla persónuupplýsinga á Ísland.is fer fram innan evrópska efnahagssvæðisins. Notast er við bestu aðferðir til að tryggi öryggi þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með og öryggisúttektir framkvæmdar með reglulegum hætti.
Þín réttindi
Þú átt rétt á því að fá staðfestingu á því að unnið sé með persónuupplýsingar um þig vegna umsóknar um afslátt af fluggjöldum sem og nánari upplýsingar um vinnsluna sjálfa. Þá átt þú rétt á því að fá afrit af þínum persónuupplýsingum sem unnið hefur verið með vegna umsóknar þinnar um afslátt af fluggjöldum.
Þú átt einnig rétt á því að láta leiðrétta rangar upplýsingar um þig og getur í ákveðnum tilvikum mótmælt vinnslu persónuupplýsinganna eða óskað eftir því að vinnslan verði takmörkuð. Þú átt þó ekki rétt á því að krefjast þess að upplýsingunum sé eytt þar sem að stjórnvöldum er skylt að varðveita öll gögn sem verða til í og varða starfsemi þeirra í 30 ár. Að þeim tíma liðnum er stjórnvöldum skylt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Íslands samkvæmt lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.
Ef þú hefur frekari spurningar eða vilt koma á framfæri athugasemdum, getur þú haft samband við persónuverndarfulltrúa Vegagerðarinnar með tölvupósti á personuvernd@vegagerdin.is, í síma 522-1000 eða með því að senda póst merktan persónuverndarfulltrúi til Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3, 210 Garðabæ. Þér er jafnframt velkomið að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Stjórnarráðs Íslands með tölvupósti á personuverndarfulltrui@stjornarradid.is, í síma 545-8800 eða með því að senda póst merktan persónuverndarfulltrúi til Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík.
Ef þú telur að vinnsla persónuupplýsinga um þig sé ekki í samræmi við persónuverndarlög, getur þú sent erindi til Persónuverndar.
Þjónustuaðili
Vegagerðin