Eigir þú í vandræðum með að nota afsláttinn í bókunarkerfum flugfélaga er best að hafa samband við viðkomandi flugfélag.
Allt sem þú þarft að vita um Loftbrú
Allir íbúar landsbyggðarinnar sem eiga lögheimili fjarri höfuðborgarsvæðinu auk eyja án vegsambands. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera.
Börn sem eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu en eiga foreldra eða forráðamenn sem hafa búsetu á ofangreindum svæðum eiga rétt á Loftbrú.
Eftir breytingu á skráningu lögheimilis líða 30 dagar þangað til réttur á Loftbrú verður virkur.
Þegar kóði birtist ekki hjá einstaklingum er oftast vandamálið það að einstaklingurinn hefur ekki verið með skráð lögheimili á landsbyggðinni í 30 daga. Það er að segja ekki eru 30 dagar liðnir frá því að staðfesting um breytt lögheimili barst frá Þjóðskrá.
Við lögheimilisbreytingu þarf að líða 30 dagar þar til hægt er að nýta Loftbrúarkóða.
Ef þú átt í einhverjum vandræðum með að nota kóðann er best að hafa samband í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777, eða loftbru@vegagerdin.is.
Eigir þú hins vegar í vandræðum með að nota afsláttinn í bókunarkerfum flugfélaga er best að hafa samband við viðkomandi flugfélag.
Algengasta ástæða þess að barn birtist ekki hjá foreldri í Loftbrú er að forsjárskráningu vantar hjá barni. Þú getur skoðað forsjárskráningu með því að:
Þú byrjar á því að skrá þig inn á Mínar síður hér: https://island.is/minarsidur/min-gogn
Þar finnur þú barnið og velur „Skoða upplýsingar“
Þar skrollar þú neðst niður í kafla sem heitir „Forsjáraðilar“
Ef þú ert ekki með skráða forsjá þarf að ganga frá skráningu hjá Þjóðskrá.
Ef þú ert með skráða forsjá á mínum síðum biðjum við þig að taka skjámynd af skráningunni og senda til island@island.is ásamt kennitölum.
Þrjár ferðir til og frá Reykjavík á einu almanakári (sex flugleggir).
Til þess að nýta sér Loftbrú þarf að skrá sig með rafrænum skilríkjum inn á Ísland.is. Þá kemur strax í ljós hvort viðkomandi eigi rétt á Loftbrú. Þar er einnig að finna yfirlit yfir hversu marga flugleggi á eftir að nota. Þeir sem vilja nýta afsláttinn fá sérstakan afsláttarkóða sem notaður er á bókunarsíðum flugfélaga.
Afsláttarkjör með Loftbrú gilda um allt áætlunarflug til og frá höfuðborgarsvæðinu, þar með talið tengiflug um Akureyrarflugvöll.
Nei, aðeins þeir sem hafa lögheimili á landsbyggðinni innan Loftbrúarsvæðis eiga rétt á Loftbrú.
Börn sem eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu en eiga foreldra eða forráðamenn
sem hafa búsetu fjarri höfuðborgarsvæðinu auk eyja án vegsambands eiga rétt á Loftbrú.
Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera.
Í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777. Eigir þú í vandræðum með að nota afsláttinn í bókunarkerfum flugfélaga er best að hafa samband við viðkomandi flugfélag
Fólk getur nýtt sér afsláttarkjörin með Loftbrú fyrir þrjár ferðir á hverju almanaksári (sex flugleggir). Þegar fólk hyggst nýta afsláttinn og bóka ferð er virkjaður afsláttarkóði. Sá kóði er virkur í 24 klst. en sé hann ekki notaður innan þess tíma verður að sækja nýjan kóða.
Eftir að afsláttarkóði hefur verið sóttur á vef Ísland.is er farið inn á vef flugfélags og hakað í reit sem merktur er Loftbrú. Í bókunarferlinu er kóðinn sleginn inn í þar til gerðan reit í skrefi þar sem farþegaupplýsingar eru slegnar inn. Nafn og fæðingardagur farþega birtist þá sjálfkrafa.
Já, hægt er að breyta miða út frá skilmálum fargjalds. Niðurgreiðslan frá Loftbrú gildir eingöngu af upphaflega bókuðum flugmiða, en ekki af breytingargjaldi né af mismun milli fargjalda. Breytingargjald reiknast út frá fullu fargjaldi.
Nei, ekki er leyfilegt að gera nafnabreytingu á miða sem keyptur hefur verið með afsláttarkóða Loftbrúar.
Ef flugi er aflýst af flugfélagi á farþegi rétt á fullri endurgreiðslu eða breytingu án kostnaðar. Réttindin til að nota Loftbrú eru færð aftur inn á aðgang farþega, farþegi fær greitt til baka einungis það sem hann greiddi flugfélagi.
Ef flugi er aflýst af flugfélagi á farþegi rétt á fullri endurgreiðslu eða breytingu án kostnaðar. Réttindin til að nota Loftbrú eru færð aftur inn á aðgang farþega, farþegi fær greitt til baka einungis það sem hann greiddi flugfélagi.
Réttindin hjá Loftbrú eru færð aftur á aðgang farþega skv. skilmálum þess fargjalds sem valið var upprunalega, réttindin fást ekki tilbaka ef óendurgreiðsluhæft fargjald var valið. Afbókunargjald reiknast út frá fullu fargjaldi.
Aðeins er hægt að nýta Loftbrú fyrir almenn fargjöld en ekki hópafargjöld. Fjölskyldur geta hins vegar bókað sig saman í bókunarvél og er afsláttarkóði þá settur inn fyrir hvern fjölskyldumeðlim.
Vegagerðin heldur utan um allar ríkisstyrktar almenningssamgöngur. Hjá stofnuninni er starfrækt almenningssamgöngudeild sem mun halda utan um starfsemi Loftbrúar.
Slíkt flug telst vera einn flugleggur. Flugleggir eru óháðir tengiflugi. Dæmi um einn fluglegg er flug frá Akureyri til Reykjavíkur, eða frá Grímsey til Reykjavíkur með tengiflugi um Akureyrarflugvöll. Sama á við um flug frá Þórshöfn til Reykjavíkur og frá Vopnafirði til Reykjavíkur þar sem millilent er á Akureyri.
Finnur þú ekki svarið?
Þjónustuver Vegagerðarinnar svarar fyrirspurnum um Loftbrú í síma 1777.
Ábendingar má senda á loftbru@vegagerdin.is
Þjónustuaðili
Vegagerðin