Fara beint í efnið

Umsókn um skírteini flugumferðarstjóra

Umsókn um skírteini flugumferðarstjóra

Til að fá að starfa við flugumferðarstjórn, þarf að sækja um skírteini flugumferðarstjóra. Umsækjandi þarf að vera handhafi nemaskírteinis í flugumferðarstjórn.

Nemaskírteini í flugumferðarstjórn

Til að fá slíkt skírteini þarf umsækjandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Hafa náð 18 ára aldri.

  • Vera handhafi gilds heilbrigðisvottorðs.

  • Hafa sýnt fram á fullnægjandi tungumálafærni í samræmi við ákvæði reglugerðar.

  • Hafa lokið viðurkenndri grunnþjálfun í flugumferðarstjórn.

Nemaskírteini veitir skírteinishafa eftirfarandi réttindi:

  • Rétt til að veita flugstjórnarþjónustu undir eftirliti starfsþjálfara.

  • Rétt til að sækja um starfsþjálfun innanlands sem og innan EES svæðisins.

Skírteini flugumferðarstjóra

Til þess að geta sótt um skírteini flugumferðarstjóra þarf umsækjandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Vera handhafi nemaskírteinis.

  • Vera með gilt heilbrigðisvottorð.

  • Sýna fram á tungumálafærni samkvæmt reglugerð.

  • Hafa lokið starfsþjálfun í flugstjórnardeild hjá veitanda flugumferðarþjónustu með fullnægjandi árangri og staðist viðeigandi próf.

Lög og reglur

Umsókn um skírteini flugumferðarstjóra

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa