Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO)
Ísland er aðili að Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO) . Alþjóðasiglingamálastofnunin er sérhæfð stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn mengun sjávar frá skipum.
Sem sérhæfð stofnun Sameinuðu þjóðanna setur IMO alþjóðlegar reglur um siglingaöryggi og umhverfisvernd á sviði alþjóðasiglinga.
Meginhlutverk stofnunarinnar er að skapa regluramma fyrir hagsmunaaðila í siglingum.
Reglurnar eiga að vera sanngjarnar og skilvirkar og vera lögfestar og framkvæmdar sem víðast.
Með öðrum orðum er hlutverk IMO að skapa jöfn samkeppnisskilyrði svo að skipaútgerðir geti ekki tekið á fjárhagslegum vanda með því einfaldlega að fara krókaleiðir og skerða öryggi skipa, vernd þeirra og umhverfisáhrif af rekstri þeirra. Þessi nálgun hvetur einnig til nýsköpunar og skilvirkni.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa