Fara beint í efnið

Létt bifhjól

Létt bifhjól eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum, bæði raf og bensíndrifin. Létt bifhjól hafa hámarksafl, mest 50 cc bensínvél eða 4 kW rafmagnsmótor, og skiptast í tvo flokka, eftir hönnunarhraða hjóls.

  • Flokkur I - hafa hönnunarhraða allt að 25 km/klst.

  • Flokkur II - hafa hönnunarhraða allt að 45 km/klst.

Létt bifhjól í báðum flokkum þurfa að uppfylla ýmis skilyrði.

  • Til að skilgreina í hvaða flokk létt bifhjól fellur í, þurfa skráningargögn frá framleiðanda um hámarkshönnunarhraða að liggja fyrir. Öðrum en framleiðendum er óheimilt að breyta hámarkshraðanum.

  • Hafa verður í huga að notast sé við rétta mælieiningu um hámarkshönnunarhraða. Þannig þarf að umbreyta mílum á klukkustund (mph) yfir í kílómetra á klukkustund (km/h) þegar við á.

  • Við innflutning þurfa gögn að sýna fram á að skilyrði um hámarksafl og hámarkshönnunarhraða séu uppfyllt.

  • Við skráningu léttra bifhjóla í flokki II gilda strangari kröfur um gerð og búnað hjólanna og þarf að sýna fram á að þær séu uppfylltar við skráningarskoðun.

Létt bifhjól

Lög og reglur

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa