Eftirvagnar
Réttindi
Á bakhlið ökuskírteinis má sjá ökuréttindaflokka sem og útgáfudag og lokadag hvers flokks fyrir sig.
Ökumenn sem tóku almenn ökuréttindi fyrir 15. ágúst 1997 fengu sjálfkrafa bæði B og BE réttindi. Þeir sem tóku prófið eftir 15. ágúst 1997 fengu eingöngu B réttindi.
Þeir sem eingöngu hafa B réttindi geta öðlast BE réttindi með því að sækja um BE réttindi hjá sýslumanni, taka fjóra verklega tíma hjá ökukennara og taka verklegt próf í kjölfarið.
Leyfð heildarþyngd eftir réttindum
B réttindi
Leyfð heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 3500 kíló
Sé eftirvagn 750 kíló eða minna af leyfðri heildarþyngd, má samanlögð heildarþyngd eftirvagns og bíls mest fara upp í 4250 kíló.
BE réttindi
Leyfð heildarþyngd bíls mest 3500 kíló
Leyfð heildarþyngd eftirvagns mest 3500 kíló
Leyfð samanlögð heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 7000 kíló
Fræðsla
Öryggi
Lög og reglur
Umferðarlögum nr. 77/2019
Þjónustuaðili
SamgöngustofaTengd stofnun
Sýslumenn