Reglur fyrir almannaflug Part-M
Samgöngustofa sér um að framfylgja lögum og reglum sem falla undir starfsemi stofnunarinnar og ráðuneyti eða Alþingi innleiðir, þar á meðal allar reglugerðir ESB varðandi flug.
Reglur fyrir almannaflug Part-M, um áframhaldandi lofthæfi loftfara, gilda fyrir öll EASA loftför. Reglurnar gera kröfur um stjórnun og eftirlit með viðhaldi loftfara, sem viðhaldsstjórnunarfyrirtæki (CAMO) sjá oft um, með það markmið að:
skilgreina ábyrgð
lýsa því sem er nauðsynlegt er fyrir áframhaldandi lofthæfi loftfara
stjórna og skipuleggja viðhald flugvéla
ákveða um losun loftfars til þjónustu eftir viðhald
setja fram eftirlitsferli í gegnum lofthæfisendurskoðun sem getur leitt til útgáfu lofthæfisskírteinis
Part M, gildir ekki fyrir þau loftför sem flokkast sem “Annex II” (án tegundarvottorðs frá EASA) eins og fis, heimasmíði, söguleg loftför og svo framvegis.
Lög og reglur
Kröfur sem gilda um viðhald loftfara í almannaflugi er að finna í reglugerð 926/2015
Þjónustuaðili
Samgöngustofa