Fara beint í efnið

Lyfjaskrá fyrir lyfjakistu

Hér má finna lyfjaskrár fyrir lyfjakistur sem vera skulu í skipum skv. reglugerð nr. 1300/2022. Í viðauka I í reglugerðinni má finna lista yfir lyf og sjúkragögn sem skulu vera í lyfjakistunni.

Í handbók lyfjakistu skal (utan björgunarfara) vera:

  • Eintak af viðauka I, listi yfir sjúkragögn í lyfjakistu, og viðauki II, listi yfir sjúkragögn í sjúkrakassa. Heimilt er að hafa rafræna útgáfu sem ekki er háð netsambandi.

  • Gildandi útgáfa lyfjaskrár sem gefin er út af Samgöngustofu í tengslum við þessa reglugerð. Heimilt er að hafa rafræna útgáfu sem ekki er háð netsambandi.

  • Dagbók lyfjakistu skv. 13. gr.

  • Tölusett eyðublöð í tvíriti fyrir pantanir lyfja til samræmis við 13. gr. Heimilt er að hafa pantanir á lyfjum rafrænar enda sé samrit pöntunar varðveitt í rafrænni dagbók. Vörureikning frá lyfjaverslun skal varðveita í lyfjakistu.

  • Eyðublöð til notkunar við sjúkdómsgreiningu áður en leitað er aðstoðar læknis í gegnum fjarskipti. Heimilt er að hafa rafræn eyðublöð sem ekki eru háð netsambandi

  • Nýjasta útgáfa af lækningabók sjófarenda sem gefin er út af Samgöngustofu eða annað eintak sem samþykkt er af Samgöngustofu sem miðar við flokk skipsins sem við á. Heimilt er að hafa rafræna útgáfu sem ekki er háð netsambandi. 

Í lyfjakistum A og B skal annaðhvort vera Lækningabók sjófarenda eða smáforritið Mariners Medico Guide frá norska tryggingafélaginu Gard. Ef Lækningabókin er ekki um borð skal smáforritið vera á síma skipstjórans (og helst annarra skipverja) eða á spjaldtölvu sem aðgengileg er öllum og séð er til að ávallt sé hlaðin. Smáforritið (appið) má nálgast hér: Android / IOS.

Í lyfjakistu C er leyfilegt að hafa bókina Skyndihjálp og endurlífgun sem Rauði kross Íslands gefur út í stað Lækningabókar sjófarenda eða Mariners Medico Guide. Í lyfjakistu D er nægjanlegt að hafa Skyndihjálpar-bækling frá Rauða kross Íslands eða Skyndihjálpar-app RKÍ ( Android / IOS ) á spjaldtölvu um borð eða í síma skipstjórans. 

Lyfjafræðingur eða læknir skal framkvæma árlegt eftirlit með lyfjakistu skipa til samræmis við 15. gr. reglugerðarinnar.

Lyf og lækningatæki sem vera í lyfjakistum skipa er að finna í viðaukum við reglugerðina. Skip eru flokkuð skv. 3. gr. reglugerðarinnar svohljóðandi:

 

  • A. Skip sem fara út fyrir 150 sjómílur frá næstu höfn.

  • B. Skip með mestu lengd 15 metrar eða lengri, sem fara styttri sjóferðir en 150 sjómílur frá næstu höfn.

  • C. Skip í flokki B sem fara ekki í lengri ferðir frá og til hafnar en 5 klukkustundir.

  • D. Skip með mestu lengd allt að 15 metrum



Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa