Fara beint í efnið

Leiðbeiningarefni fyrir fluglækna

Læknisvottorð

Verklag fyrir fluglækna, um heilbrigðiskoðanir og meðferð gagna.

Framkvæmd

Umsókn um heilbrigðisvottorð skal leggja fram á eyðublaði útgefnu af Samgöngustofu.

Fyrir skoðun

  • Ganga skal úr skugga um að umsækjandi hafi fyllt út alla tilskylda reiti á eyðublaðinu, þar með talið undirskrift.

  • Áður en heilbrigðisskoðun er framkvæmd skal fluglæknir sannreyna að umsækjandi sé sá sem hann segist vera, til dæmis með framvísun persónuskilríkja.

  • Fluglæknir skal ganga úr skugga um að heilbrigðisskoðun geti farið fram án tungumálaörðuleika.

  • Fluglæknir skal skoða gildandi heilbrigðisvottorð, sérstaklega með tilliti til takmarkana.

  • Geti umsækjandi ekki framvísað gildandi heilbrigðisvottorði eða síðustu útgáfu heilbrigðisvottorðs, skal ekki gefa út vottorð nema að höfðu samráði við Samgöngustofu.

  • Fluglæknir skal upplýsa umsækjanda um afleiðingar ófullnægjandi, ónákvæms eða rangs framburðar um heilsufarssögu sína, samanber undirskrift á eyðublaði.

Framkvæmd skoðunar

Skoðun skal ávallt framkvæmd í samræmi við gildandi reglur og hliðsjónarefni.

Niðurstaða skoðunar

  • Að lokinni skoðun skal fluglæknir tilkynna umsækjanda hvort hann sé metinn hæfur, ekki hæfur eða máli hans vísað til flugmálayfirvalda, fluglæknaseturs eða fluglæknis eftir því sem við á.

  • Fluglæknir skal tilkynna umsækjanda um allar takmarkanir sem hamlað geta þjálfun eða haft áhrif á réttindi viðkomandi skírteini/vottorðs/staðfestingar

  • Telji fluglæknir umsækjanda ekki hæfan til útgáfu heilbrigðisvottorðs skal hann tilkynna slíkt tafarlaust til Samgöngustofu á þar til gerðu eyðublaði. Jafnframt skal umsækjanda tilkynnt um rétt sinn til að fá niðurstöðuna endurskoðaða af Samgöngustofu.

  • Að lokinni skoðun skal fluglæknir án tafar senda skýrslu vegna skoðunar og afrit af heilbrigðisvottorði (ef við á) til Samgöngustofu.

Meðferð gagna

Fluglæknir skal tryggja trúnað heilbrigðisgagna, vista þau á öruggum stað og ekki afhenda
óviðkomandi.

Læknisvottorð

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa