Fara beint í efnið

Hver eru skilyrði skiptrar búsetu barns?

Skilyrðin eru m.a:

  • Mikilvægt að foreldrar virði afstöðu barnsins í samræmi við aldur og þroska.

  • Barnið á áfram eitt lögheimili en verður skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum, þ.e. annað heimilið er lögheimili og hitt er búsetuheimili barnsins.

  • Gert er ráð fyrir að foreldrar búi í sama sveitarfélagi og barn sæki einn skóla eða leikskóla. Búseta foreldra í sama sveitarfélagi er ekki skilyrðislaus krafa heldur kann í einhverjum tilvikum að vera um nærliggjandi sveitarfélög að ræða.

  • Foreldrar sem semja um skipta búsetu barns, verða að geta unnið saman í málum er varða barnið.

Hér má finna nánari upplýsingar um skilyrði skiptrar búsetu barns.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?