Sýslumenn: Fjölskyldumál
Ég þarf að sækja um meðlag, hvernig geri ég það?
Byrja þarf á að fara til sýslumanns þar sem barnið á lögheimili og fá gögn sem kveða á um meðlag frá sýslumanni þetta getur verið meðlagsákvörðun/samningur, leyfi til lögskilnaðar, leyfi til skilnaðar á borð og sæng, dómssátt sem er undirrituð af báðum aðilum máls og stimpluð af dómurum.
Þegar búið er að fá gögn frá sýslumanni sem kveða á um meðlag er hægt að sækja um meðlag hjá TR það er gert inni á „Mínum síðum TR“ undir umsóknir og í „leit eftir málaflokki“ er hakið sett í „Fjölskyldur“.
Hér geta meðlagsgreiðendur fundið nánari upplýsingar um innheimtu meðlags.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?