Fara beint í efnið

Þarf ég að mæta með sambúðarmaka mínum í sáttameðferð vegna barna?

Ef þú lætur vita af því á fundi vegna sambúðarslita, að þú viljir ekki mæta til sameiginlegs samtals, þá er orðið við því.  Ef afstaða þín er til komin vegna ofbeldis eða ótta um að því verði beitt, þá skalt þú láta vita af því.

Um leið og þetta er sagt er mikilvægt að taka fram að markmið sáttameðferðar er að deiluaðilar nái að ræða saman um mál sitt í öruggum aðstæðum með aðstoð sáttamanns.

Hér má sjá nánari upplýsingar um sáttameðferð í ágreiningsmálum vegna barna.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?