Sýslumenn: Fjölskyldumál
Er skylda að greiða meðlag?
Við hjónaskilnað eða sambúðarslit þarf að taka ákvörðun um framfærslu barns. Hægt er að gera samning um meðlag. Það er ekki hægt að gera samning um að annað foreldri eða bæði sinni ekki framfærsluskyldu sinni gagnvart barni. Barn á rétt á framfærslu frá báðum foreldrum sínum. Meðlag er ætlað til að fæða, klæða og sjá barni fyrir húsnæði.
Hér má finna nánari upplýsingar um meðlag.
Hér má finna nánari upplýsingar um framfærslu.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?