Sýslumenn: Fjölskyldumál
Hvaða gögn þarf að koma með í viðtal vegna skilnaðar?
Hægt er að panta viðtalstíma hjá sýslumanni í því umdæmi sem hjón búa. Viðtalið getur farið fram þó engin gögn séu lögð fram. Hins vegar er gott að mæta með útfyllta beiðni um skilnað.
Í viðtalinu bókar sýslumaður eða fulltrúi hans í gerðabók m.a. um kröfu um skilnað og afstöðu til forsjár, lögheimilis og meðlags. Gögn er hægt að leggja fram á síðari stigum skilnaðarmáls en ef aðilar eru sammála um fjárskipti er gott að koma með fjárskiptasamning í viðtalið.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?