Sýslumenn: Fjölskyldumál
Er hægt að fá skilnað að borði og sæng strax eftir eitt viðtal?
Já, ef hjónin mæta bæði og lýsa sig sammála um að fá skilnað að borði og sæng.
Hjónin þurfa að leggja fram skriflegan fjárskiptasamning sín á milli eða úrskurð um opinber skipti (ef eignir eru í hjónabandinu).
Hjónin þurfa jafnframt að lýsa yfir samkomulagi um lögheimili barns eða leggja fram stefnu í forsjármáli, samkomulagi um meðlagsgreiðslur eða gera kröfu um meðlagsúrskurð í ágreiningsmáli og samkomulagi um lífeyri/eða að ekki verði um lífeyri að ræða.
Leyfisbréf til skilnaðar að borði og sæng kostar kr. 5.400.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?