Sýslumenn: Andlát og dánarbú
Hvað getur komið í veg fyrir setu í óskiptu búi?
Aðeins fólk í hjónabandi á rétt til setu í óskiptu búi. Sambúðarmaki á aldrei rétt til setu í óskiptu búi.
Hafi hjón gert með sér kaupmála og eignir hins láta séreignir þarf að koma fram í kaupmálanum að þær verði hjúskapareignir að öðru hjóna látnu svo sýslumaður geti veitt búsetuleyfi. Leyfi er ekki veitt ef makinn er gjaldþrota.
Ef maki er sviptur fjárræði þarf samþykki sýslumanns fyrir leyfi til setu í óskiptu búi.
Hér má finna nánari upplýsingar um setu í óskiptu búi.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?