Fara beint í efnið

Er hægt að tilkynna um andlát ef dánarvottorð er ekki fyrir hendi?

Já, ef andlátstilkynningu fylgja einhver eftirtalinna sönnunargagna:

  • Annars konar embættisvottorði útgefnu af þeim sem er bær vegna opinberra starfa sinna um að votta um andlátið

  • Lögregluskýrslu

  • Dómi um lát horfins manns

  • Dómsúrskurði um að skipta megi eftir horfinn mann þar sem hann væri látinn.

Ef sönnunargagn um andlát er gefið út erlendis er sýslumanni heimilt að krefja tilkynnanda um þýðingu skjalsins gerist þess þörf

Hér má finna nánari upplýsingar um andlátstilkynningu.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?